Enski boltinn

Agger ætlar að nýta tækifærið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Daniel Agger, leikmaður Liverpool.
Daniel Agger, leikmaður Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Daniel Agger er ánægður með að fá tækifæri í byrjunarliði Liverpool á nýjan leik en sagði að ástæður þess séu allt annað en af hinu góða.

Martin Skrtel hefur haldið Agger á bekknum í haust en þeim mun vera vel til vina og eru til að mynda herbergisfélagar á ferðalögum Liverpool.

„Auðvitað vildi ég fá að spila en þetta er ekki beint eins og ég hefði óskað mér," sagði Agger.

„Hins vegar gæti ég vel verið að berjast um stöðuna við Jamie Carragher. Ég skil ekki af hverju fólk segir að það sé annað hvort ég eða Skrtel sem eru að berjast um hina stöðuna í liðinu," bætti Agger við.

Í ljós kemur síðar í dag hversu alvarleg hnémeiðsli Martin Skrtel eru.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×