Lífið

Klukkan sem stoppaði í skjálftanum

MYND/Úr einkasafni

Þegar Magnús Karel Hannesson kom heim til sín á Eyrarbakka úr vinnunni klukkan sex í gær gat hann með vissu sagt hvenær jarðskjálftinn byrjaði. Ástæðan var sú að stofuklukkan stoppaði í skjálftanum og stendur nú sem minnisvarði um skjálftann.

"Hún hefur sennilega verið einni mínútu of sein," segir Magnús í samtali við Vísi. "Við sáum þetta þegar við komumst loksins heim klukkan sex í gær," segir Magnús.

Og hann ætlar ekki að reyna að setja klukkuna af stað aftur. "Nei, nei. Hún verður þarna sem minnisvarði um þennan skjálfta," segir Magnús.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.