Enski boltinn

Ferdinand kominn á sölulista?

NordcPhotos/GettyImages

Breska blaðið Daily Mirror fullyrðir í dag að varnarmaðurinn Anton Ferdinand hafi verið settur á sölulista hjá West Ham.

Mirror segir að Ferdinand sé einn ef þeim leikmönnum sem félagið ætli sér að losa sig við í tengslum við mikla tiltekt sem fyrirhuguð sé í sumar - ekki síst til að lækka launakostnað hjá félaginu.

Blaðið segir að Ferdinand sé falur fyrir litlar fimm milljónir punda. Hann er aðeins 23 ára gamall og hefur þótt mikið efni, en hann hefur átt misjöfnu gengi að fagna á undanförnum misserum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×