Erlent

Leynigöng til sölu í Lundúnum

Breska símafyrirtækið BT hefur boðið til sölu jarðgöng sem voru grafin í miðborg Lundúna á þrjátíu metra dýpi árið 1940 og nota átti sem loftvarnarskýli ef ráðist yrði á borgina.

Göngin eru nærri tveir kílómetrar að lengd, búin rafmagni og rennandi vatni og eiga að geta hýst átta þúsund manns. Breskum ríkisstofnunum eða hugmyndaríkum fyrirtækjum er boðið að bjóða í þau.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×