Erlent

Býður fram höfuðstöðvar SÞ fyrir krísufund iðnríkja

MYND/AP

Ban Ki-moon hefur boðið fram höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York sem hentugan fundarstað fyrir fund átta helstu iðnríkja heims og fleiri stórra ríkja um fjármálakreppuna.

Þetta kemur fram í bréfi sem hann sendi Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta en hann hefur kallað eftir slíkum fundi. Í bréfinu, sem gert var opinbert, segir Ban að engan tíma megi missa og því leggi hann til að fundað verði í síðasta lagi í byrjun desember.

Ban lýsti því einnig yfir að ekki væri nóg að þjóðirnar átta funduðu og því þyrfti kalla til fleiri þjóðir, en Indland, Kína og Brasilía hafa meðal annars verið nefndar í því samhengi. Fjármálakreppan yrði aðeins leyst með samstarfi á alþjóðavettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×