Lífið

Ellen giftist unnustunni

sev skrifar

Grínistinn Ellen DeGeneres og kærastan hennar til fjölda ára, leikkonan Portia de Rossi ætla að gifta sig. Samkvæmt heimildum TMZ tilkynnti Ellen þetta við upptökur á þætti sínum í gær, þegar verið var að ræða úrskurð Kaliforníuríkis um að leyfa hjónabönd samkynhneigðra.



Kærastan var í áhorfendaskaranum, og þegar Ellen sagði frá fyrirætlunum þeirra brutust þar út mikil fagnaðarlæti. Þátturinn verður sýndur vestanhafs í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.