Lífið

Liz Hurley fótósjoppar fjölskyldumyndirnar

Leikkonan Liz Hurley hefur uppgötvað leiðina að eilífri æsku. Photoshop.

Hurley hefur undanfarin þrjú ár hannað sundföt undir eigin nafni, og hannaði nýlega bikinilínu fyrir spænsku tískukeðjuna Mango. „Ég vinn við að sitja fyrir í bikiníi núna, sem eins og þið getið ímyndað ykkur er ekkert annað en helvíti á jörð. En ef maður tekur þetta að sér verður maður að þykjast vera glaður í pínubikiníi, svo nú reiði ég mig á færa ljósmyndara og myndvinnslu," sagði Hurley í viðtali við Sun.

Svo upprifin er leikkonan yfir árangrinum hjá hinum færu Fótósjopp meisturum, að hún hefur nú tekið upp á því að lagfæra fjölskyldumyndirnar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.