Íslenski boltinn

Sænskur landsliðsmaður auglýsir eftir íslensku félagi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/E. Stefán

Sænski knattspyrnumaðurinn Christian Hemberg hefur mikinn áhuga á að leika á Ísland og auglýsir nú eftir áhugasömum aðilum.

Hann er 26 ára gamall kantmaður og framherji sem á að baki tvo A-landsleiki með Svíþjóð auk fjölda leikja með yngri landsliðum. Þetta kemur fram á Fótbolti.net í dag.

Hemberg á að baki meira en 100 leiki í efstu deild í Svíþjóð og lék á sínum tíma með Örgryte á sama tíma og Tryggvi Guðmundsson, leikmaður FH, og Jóhann Birnir Guðmundsson, leikmaður GAIS í Svíþjóð, léku þar.

Í vetur var hann á mála hjá Raufoss í Noregi en félagið hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta og voru allir leikmenn leystir undan samningi.

Sem fyrr segir hefur hann hug á að spila á Íslandi á komandi leiktíð og geta áhugasamir haft samband við hann með því að senda honum tölvupóst á netfangið manonthemoon10@gmail.com.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×