Lífið

Damien Rice sló í gegn á Borgarfirði eystra

Tónlistarhátíðin Bræðslan fór fram á Borgarfirði eystra í fjórða sinn um helgina. Fjölbreyttur hópur tónlistarmanna kom fram á hátíðinni, meðal annarra Damian Rice og Eivör Pálsdóttir

Heimamaðurinn Magni Ásgeirsson var á meðal þeirra sem stigu á stokk í gær. En Magni söng efni af nýrri sólóplötu sinni.

Hátíðin hefur vakið nokkra lukku þau þrjú ár sem hún hefur verið haldin en um eitt þúsund manns hafa að jafnaði sótt hana. Á Borgarfirði eystra búa um hundrað manns og því óhætt að segja að hátíðargestir setji mikinn svip á bæinn.

Færeyska söngkonan Eivör Pálsdóttir spilaði á hátíðinni en þetta er í fysta sinn sem hún kemur á Borgarfjörð eystri og var hún hugfangi af staðnum.

Síðastur á sviðið í gær var írska söngvaskáldið Damien Rice sem vakti mikla lukku.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.