Enski boltinn

Útsendingum frá Englandi seinkað vegna bikarúrslitaleiksins

Leikur Sunderland og Arsenal verður sýndur á Sport 3 klukkan 16:30
Leikur Sunderland og Arsenal verður sýndur á Sport 3 klukkan 16:30 NordicPhotos/GettyImages

Leikirnir þrír sem hefjast klukkan 14 í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu verða sýndir klukkan 16:30 á rásum Stöðvar 2 Sports.

Útsendingu frá leikjunum er frestað vegna bikarúrslitaleiks KR og Fjölnis á Laugardalsvelli.

Sýningu leikjanna þriggja sem hefjast klukkan 14 er frestað til klukkan 16:30:

Sunderland - Arsenal - Sport 3

Wigan - Middlesbrough - Sport 4

WBA - Fulham - Sport 5

Klukkan 16:15 hefst svo bein útsending frá leik Blackburn og Manchester United á Sport 2 þar sem lærisveinar Paul Ince taka í Blackburn á móti gamla stjóranum hans Alex Ferguson og félögum.

Þá er rétt að minna á spænska boltan á Stöð 2 Sport í kvöld, en þar eru tveir hörkuleikir á dagskrá.

Klukkan 17:50 eigast við Villarreal og Betis og klukkan 19:50 tekur Barcelona á móti Atletico Madrid.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×