Innlent

Alcan heldur sínu striki með breytingar í Straumsvík

Alcan heldur sínu striki við áformaðar breytingar á álverinu í Straumsvík, sem kalla á umfangsmiklar virkjunarframkvæmdir við Búðarháls þegar á næsta ári. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Landsvirkjun tilkynnti í ágúst að ráðist yrði í Búðarhálsvirkjun, en með henni er virkjað fall Tungnaár milli Sultartanga og Hrauneyjafossvirkjunar, sem gefur 75 megavött. Þegar er búið að bjóða út vélbúnað virkjunar og stefnt að því að bjóða út byggingarframkvæmdir eftir áramót, að sögn Þorstein Hilmarssonar, talsmanns Landsvirkjunar.

Þarna gætu því verið að fara í gang umfangsmiklar framkvæmdir sem kalla á mikið vinnuafl, en áætla má að virkjunin muni kosta um fimmtán milljarða króna. Þetta er hins vegar háð því að einhver kaupi orkuna en gert er ráð fyrir að hún verði að mestu leyti seld til Alcan í Straumsvík.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×