Lífið

Bakraddirnar eru að breytast í hörkudansara

ellyarmanns skrifar
Pétur Örn er staddur í Belgrad með Eurobandinu.
Pétur Örn er staddur í Belgrad með Eurobandinu.

Bakraddakórinn sem styður við þau Regínu og Friðrik í Belgrad er skipaður einvalaliði söngvara. Grétar Örvarsson er fremstur í flokki en með honum syngja Hera Björk, Pétur Örn Guðmundsson og Guðrún Gunnarsdóttir.

Visir hafði samband við Pétur til að forvitnast hvernig bakraddirnar hefðu það í Serbíu.

"Það hefur gengið vel að æfa og við bakraddirnar erum svo vel æfðar að það er eins og við höfum verið að æfa þetta í tuttugu ár. Svo er maður að breytast í hörkudansara. Við stöndum fyrst aftarlega á sviðinu en í lokaviðlagi stígum við nokkur falleg skref fram í takt og samhæfð mjög. Lyftum svo höndum og bjóðum ást og frið. Enda heita þau Regína Ósk og FRIÐrik Ómar," svarar Pétur Örn.

"Við erum alltaf skellihlæjandi og mikil stemning og einn leiðsögumaðurinn sem er með okkur segir að okkar hópur sé alltaf í góðu skapi og síhlæjandi. Sem er gott."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.