Innlent

Rannsókn lokið á handrukkuninni í Heiðmörk

Rannsókn er lokið á máli er snetir handrukkun í Heiðmörk í lok júlí. Þrír menn voru handteknir í tengslum við árás á ungan mann sem tekinn var af heimili sínu í Hafnarfirði og keyrt með hann upp í Heiðmörk þar sem hann var laminn illa.

Fórnarlambið sem er 31 árs gamall karlmaður sagði í samtali við Vísi að málið tengdist bílaviðskiptum sem hann hélt að væri lokið. „Þetta er eitthvað svo súrt. Þeir sögðu ekki neitt heldur drösluðu mér upp í bíl og síðan man ég lítið eftir mér. Mér var ábyggilega hent út úr bílnum á ferð og lenti á andlitinu og hliðinni. Miðað við það hversu bólginn ég er í andlitinu þá hljóta þeir að hafa djöflast vel á því," sagði maðurinn í samtali við Vísi stuttu eftir árásina.

Einnig er rannsókn lokið á máli tveggja kvenna sem réðust á lögreglumenn þann 21.júlí. Þurfti að beita kylfum og piparúða þegar konurnar réðust með klóri og spörkum að lögreglumönnunum sem höfðu afskipit af ölvuðum ökumanni bifreiðar er þær voru farþegar í.

Sigurbjörn Víðir Eggertsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík segir að því máli sé nánast lokið og verði sent ákæruvaldinu fljótlega.

Sigurbjörn segir jafnframt að rannsókn sé í fullum gangi vegna fólskulegrar árásar í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Tveggja manna er leitað eftir að þeir réðust að manni með glerflösku og skáru hann á háls.




Tengdar fréttir

Sleppt eftir handtöku vegna handrukkunar í Heiðmörk

Rúmlega tvítugum karlmanni sem handtekinn var í tengslum við handrukkun í Heiðmörk í nótt hefur verið sleppt. Að sögn lögreglu var hann yfirheyrður en málið er enn í rannsókn. Það var um tvö leytið í nótt sem alblóðugur maður bankaði upp á í verslunarmiðstöðinni Kauptúni í Garðabæ.

Beittu kylfum og piparúða gegn tveimur trylltum konum

Lögreglumenn urðu að beita kylfum og piparúða þegar tvær konur réðust að þeim með klóri og spörkum, eftir að þeir reyndu að hafa afskipti af ölvuðum ökumanni þeirra í Reykjavík laust eftir miðnætti.

Fórnarlamb handrukkara í Heiðmörk: Var hent úr út bíl á ferð

"Þetta voru bara bílaviðskipti sem gengu í gegn fyrir hálfu ári og ég hélt að væru búin," segir fórnarlamb Heiðmerkurhandrukkaranna svokölluðu sem sóttu hann á heimili sitt upp úr miðnætti á laugardagskvöld og lömdu hann síðan sundur og saman með þeim afleiðingum að hann þarfnaðist aðhlynningar á sjúkrahúsi.

Lögreglan leitar að þremur handrukkurum

Lögreglan leitar enn þriggja manna , sem grunaðir eru um að hafa misþyrmt manni, sem færður var af heimili sínu í Hafnarfirði aðfararnótt sunnudags og fluttur upp í Heiðmörk. Talið er að um handrukkun hafi verið að ræða.

Einn af árásarmönnunum í Heiðmörk handtekinn

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi einn hinna þriggja manna, sem leitað hefur verið vegna fólskulegrar árásar á ungan mann í Heiðmörk aðfararnótt sunnudags.

Alblóðugur eftir handrukkun í Heiðmörk

Um tvö leytið í nótt bankaði alblóðugur maður maður upp á í verslunarmiðstöðinni Kauptúni í Garðabæ. Maðurinn hafði verið tekinn við heimili sitt og farið var með hann upp í Heiðmörk þar sem hann var laminn illa.

Skorinn á háls í Lækjargötu

Lögregla leitar nú tveggja manna sem réðust að manni og skáru hann á háls með brotinni flösku um fjögurleytið í morgun. Vitni voru að árásinni sem átti sér stað í Lækjargötu og er rannsókn lögreglu í fullum gangi. Fórnarlambið hefur verið útskrifað af spítala en að sögn vaktstjóra hjá lögreglu missti hann mikið blóð enda sárið stórt á hálsi fyrir neðan eyra. „Þetta leit illa út á tímabili," segir vaktstjórinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×