Innlent

Sleppt eftir handtöku vegna handrukkunar í Heiðmörk

Rúmlega tvítugum karlmanni sem handtekinn var í tengslum við handrukkun í Heiðmörk í nótt hefur verið sleppt. Að sögn lögreglu var hann yfirheyrður en málið er enn í rannsókn. Það var um tvö leytið í nótt sem alblóðugur maður bankaði upp á í verslunarmiðstöðinni Kauptúni í Garðabæ.

Hann hafði verið tekinn við heimili sitt og farið með hann upp í Heiðmörk þar sem hann var barinn illa. Maðurinn var fluttur á slysadeild og taldi lögregla strax að um svokallaða handrukkun hefði verið að ræða.

Í kjölfarið handtók lögreglan fyrrgreindan mann og yfirheyrði. Ekki fékkst uppgefið hjá lögreglu hvort hann hefði játað verknaðinn.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×