Innlent

Atvinnuleysi enn með minnsta móti

Atvinnuleysi í nýliðnum júlímánuði reyndist 1,1 prósent og var óbreytt frá júnímánuði samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar.

Alls voru tæplega tvö þúsund manns á atvinnuleysisskrá og er atvinnuleysi því enn með minnsta móti. Atvinnuleysi er þó nokkru meira en á sama tíma fyrir ári þegar það var 0,9 prósent.

Fram kemur í tölum Vinnumálastofnunar að atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu hafi aukist um tíu prósent milli júní og júlí, eða úr einu prósenti í 1,1. Atvinnuleysi breyttist hins vegar lítið á landsbyggðinni og er 1,3 prósent.

Atvinnuleysi karla eykst um níu prósent frá júní og er 0,9 prósent en var 0,8 prósent í júní. Atvinnuleysi kvenna eykst um fimm prósent en mælist enn 1,5 prósent líkt og í júní.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×