Innlent

Brenndist þegar hann steig í hver við Geysi

Spænskur ferðamaður hlaut annars stigs bruna upp á miðja ökkla á báðum fótum eftir að hann steig ofan í hver við Geysi í Haukadal í nótt. Lögreglan á Selfossi og sjúkralið var kvatt á vettvang og var maðurinn fluttur á slysadeild á Selfossi þar sem gert var að sárum hans. Atvikið átti sér stað um hálfþrjú í nótt en allt er á huldu um það hvað Spánverjinn hafi verið að gera á hverasvæðinu á þeim tíma.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×