Jóhannes Geir Sigurgeirsson, fyrrverandi stjórnarformaður Landsvirkjunar, telur hættu á að álversframkvæmdir við Bakka tefjist um eitt ár en ekki nokkrar vikur vegna úrskurðar umhverfisráðherra. Hiti var í Húsvíkingum á fundi sem umhverfisráðherra boðaði til í gærkvöld.
Húsfyllir var í barnaskólanum á Húsavík og spenna í lofti þegar Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra hóf mál sitt á fundi sem hún hafði boðað til með heimamönnum. Heimamenn töldu hins vegar skýringar ráðherra lélegar og þykjast ekki sitja við sama borð og Suðurnesjamenn vegna álversins í Helguvík.
Deilt var um hvort úrskurður ráðherra ylli töfum á framkvæmdunum eða matsferlinu. Fyrrum stjórnarformaður Landsvirkjunar telur hættu á því og að framkvæmdirnar tefjist um allt að eitt ár.
Ekki er hægt að segja að deilendur hafi náð nokkurri sátt á fundinum og virtust sumir fegnastir þegar honum var lokið