Enski boltinn

Hyypia framlengir við Liverpool

Elvar Geir Magnússon skrifar

Finnski varnarmaðurinn Sami Hyypia hefur samþykkt að framlengja samningi sínum við Liverpool til sumarsins 2009. Hann mun því sigla inn í sitt tíunda leiktímabil á Anfield.

Þessi 34 ára leikmaður hefur staðið sig vel á yfirstandandi tímabili en var orðaður við önnur lið. Hyppia kom til Liverpool í maí 1999 frá hollenska liðinu Willem II.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×