Enski boltinn

Burnley vann Coventry

Elvar Geir Magnússon skrifar
Jóhannes Karl.
Jóhannes Karl.

Það var Íslendingaslagur í ensku 1. deildinni í kvöld þegar Coventry tók á móti Burnley. Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Coventry og Jóhannes Karl í byrjunarliði Burnley.

Það er Jóhannes Karl sem getur brosað í kvöld en Burnley vann 3-1 útisigur. Staðan var lengi 1-1 en á tveimur síðustu mínútum leiksins skoraði Burnley tvívegis.

Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson voru í byrjunarliði Reading sem vann 2-1 sigur á Doncaster.

Hér að neðan má sjá úrslit kvöldsins í 1. deildinni.

Barnsley - Sheff Wed 2-1

Birmingham - Crystal Palace 1-0

Blackpool - Derby 3-2

Charlton - Bristol City 0-2

Coventry - Burnley 1-3

Norwich - Wolves 5-2

Nott For - Ipswich 1-1

Plymouth - Preston 1-0

Sheffield Utd - Southampton 0-0

Swansea - QPR 0-0

Watford - Cardiff 2-2

Reading - Doncaster 2-1






Fleiri fréttir

Sjá meira


×