Innlent

Ríkisstjórnin fundaði í Alþingishúsinu

Ríkisstjórnarfundur var haldinn í morgun á heldur óvenjulegum stað, en ráðherrarnir komu saman í Alþingishúsinu. Yfirleitt eru fundirnir haldnir í Stjórnarráðinu eða í Ráðherrabústaðnum á Tjarnargötu. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, sagði þó í samtali við Vísi að þetta sé ekki einsdæmi þó ekki sé algengt að halda fundina við Austurvöll.

Að sögn Helga var gert ráð fyrir fundaraðstöðu fyrir ríkisstjórnina þegar byggt var við Alþingishúsið fyrir nokkrum árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×