Erlent

Maður talinn hafa myrt konu sína og börn í Finnlandi

Finnskir lögreglumenn. Úr myndasafni.
Finnskir lögreglumenn. Úr myndasafni. MNYND/AP

Fjögurra manna fjölskylda fannst látin í bænum Uleåborg í norðvesturhluta Finnlands fyrr í dag.

Eftir því sem finnskir miðlar greina frá var tilkynnt um skothvelli í húsinu um hádegisbil og þegar lögregla fór inn í húsið fann hún hjón og tvö börn látin. Telur lögregla að fjölskyldufaðirinn hafi myrt konu sína og börn áður en hann svipti sig sjálfur lífi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×