Árni á meðal stofnfjáreigenda í Byr - gefur ekki upp hve stór hluturinn er 29. ágúst 2008 18:01 Árni Mathiesen, fjármálaráðherra. MYND/GVA Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, er á meðal stofnfjáreigenda í Byr. Þetta staðfestir Árni í samtali við Vísi. Hann vill þó ekki gefa upp hve stór hluturinn er, né hvenær hann keypti hann. Hann segist þó ekki hafa átt hann ýkja lengi. Árni seldi stofnfjárbréf í Sparisjóði Hafnarfjarðar sumarið 2005 og fékk hann fyrir þá hluti fimmtíu milljónir króna. Á þeim tíma sagði Árni í viðtali við Blaðið að þeir tímar væru liðnir að stjórnmálamenn ættu að vera að skipta sér af fjármálastofnunum. Sparisjóður Hafnarfjarðar sameinaðist síðar Sparisjóði Vélstjóra og úr varð Byr. Árni segir himinn og haf á milli þess að eiga í Byr og SPH. „Það er mjög mikill munur á því að vera stofnfjáraðili í Byr, sem er með 500 stofnfjáraðila og tekur yfir mjög mörg svæði á landinu, auk þess sem ég er algjörlega óvirkur stofnfjáraðili, eða því að vera stofnfjáraðili í SPH þar sem voru innan við 50 stofnfjáraðilar. Þar var ég mjög virkur, mætti á næstum því alla aðalfundi og tók til máls á þeim flestum. Það er bara himinn og haf þarna á milli," segir Árni. Í viðtali við Blaðið þann fjórtánda september 2005 sagði Árni aðspurður hvers vegna hann hafi selt í SPH á sínum tíma: „Ég tel að þeir tímar séu liðnir að stjórnmálamenn eigi að vera að skipta sér af fjármálastofnunum." Aðspurður hvort þessi ummæli stangist ekki á við stofnfjáreign í Byr segir Árni svo ekki vera. „Þegar ég segi að stjórnmálamenn ættu ekki að vera að skipta sér af fjármálastofnunum þýðir það ekki að þeir megi ekki fjárfesta. Það getur þó auðvitað skapað erfiðleika eins og kemur upp í þessu dæmi, en þá gæti ég þess að skipta mér ekki af," segir Árni og vísar til þess að á dögunum lýsti hann sig vanhæfan til þess að skipa í stöðu formanns sjálfseignarstofnunarinnar Byr-sjóður ses, á grundvelli þess að hann væri á meðal stofnfjáreigenda. Hann bendir einnig á að ef stjórnmálamenn sem hyggðu á fjárfestingar mættu ekki fjárfesta í fjármálafyrirtækjum væri ekki um auðugan garð að gresja þar sem Kauphöllin hér á landi samanstandi að mestu af fjármálafyrirtækjum. Árni segist ekki vera búinn að eiga hlutinn í Byr mjög lengi, en segir hann þó ekki alveg nýtilkominn. „Þessi hlutur er kominn til eftir að Byr verður til," segir hann. Fjármálaráðherrann vill heldur ekki gefa upp hver stóran hlut hann á í félaginu og segir það vera einkamál. Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, er á meðal stofnfjáreigenda í Byr. Þetta staðfestir Árni í samtali við Vísi. Hann vill þó ekki gefa upp hve stór hluturinn er, né hvenær hann keypti hann. Hann segist þó ekki hafa átt hann ýkja lengi. Árni seldi stofnfjárbréf í Sparisjóði Hafnarfjarðar sumarið 2005 og fékk hann fyrir þá hluti fimmtíu milljónir króna. Á þeim tíma sagði Árni í viðtali við Blaðið að þeir tímar væru liðnir að stjórnmálamenn ættu að vera að skipta sér af fjármálastofnunum. Sparisjóður Hafnarfjarðar sameinaðist síðar Sparisjóði Vélstjóra og úr varð Byr. Árni segir himinn og haf á milli þess að eiga í Byr og SPH. „Það er mjög mikill munur á því að vera stofnfjáraðili í Byr, sem er með 500 stofnfjáraðila og tekur yfir mjög mörg svæði á landinu, auk þess sem ég er algjörlega óvirkur stofnfjáraðili, eða því að vera stofnfjáraðili í SPH þar sem voru innan við 50 stofnfjáraðilar. Þar var ég mjög virkur, mætti á næstum því alla aðalfundi og tók til máls á þeim flestum. Það er bara himinn og haf þarna á milli," segir Árni. Í viðtali við Blaðið þann fjórtánda september 2005 sagði Árni aðspurður hvers vegna hann hafi selt í SPH á sínum tíma: „Ég tel að þeir tímar séu liðnir að stjórnmálamenn eigi að vera að skipta sér af fjármálastofnunum." Aðspurður hvort þessi ummæli stangist ekki á við stofnfjáreign í Byr segir Árni svo ekki vera. „Þegar ég segi að stjórnmálamenn ættu ekki að vera að skipta sér af fjármálastofnunum þýðir það ekki að þeir megi ekki fjárfesta. Það getur þó auðvitað skapað erfiðleika eins og kemur upp í þessu dæmi, en þá gæti ég þess að skipta mér ekki af," segir Árni og vísar til þess að á dögunum lýsti hann sig vanhæfan til þess að skipa í stöðu formanns sjálfseignarstofnunarinnar Byr-sjóður ses, á grundvelli þess að hann væri á meðal stofnfjáreigenda. Hann bendir einnig á að ef stjórnmálamenn sem hyggðu á fjárfestingar mættu ekki fjárfesta í fjármálafyrirtækjum væri ekki um auðugan garð að gresja þar sem Kauphöllin hér á landi samanstandi að mestu af fjármálafyrirtækjum. Árni segist ekki vera búinn að eiga hlutinn í Byr mjög lengi, en segir hann þó ekki alveg nýtilkominn. „Þessi hlutur er kominn til eftir að Byr verður til," segir hann. Fjármálaráðherrann vill heldur ekki gefa upp hver stóran hlut hann á í félaginu og segir það vera einkamál.
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira