Lífið

Garðar Thor syngur fyrir Cherie Blair á Trafalgar-torgi

Fjöldi fólks fylgdist með æfingunni í dag.
Fjöldi fólks fylgdist með æfingunni í dag.
Garðar Thor Cortes stígur í dag á svið á tónleikum á Trafalgar-torgi í Lundúnum, þegar hann kemur fram á góðgerðartónleikum á vegum Cherie Blair og Loomba sjóðsins. Tilgangur sjóðsins er að aðstoða börn sem eiga feður sem ekki geta verið hjá þeim vegna náms, aðallega á Indlandi.

Talsmaður tónleikanna sagði í viðtali við Daily Express um helgina að Cherie væri mikill aðdáandi Garðars eftir að hún sá hann syngja í galakvöldverði í Singapore þar sem Tony Blair eiginmaður hennar var aðalræðumaðurinn. Að sögn talsmannsins ætlar Garðar að tileinka Cherie lagið „When you say you love me". Þegar hann hefur upp raust sína mun hún sleppa fimmtíu hvítum dúfum, sem eiga að vera táknrænar fyrir daginn.

Hundruðir manna hlýddu á Garðar á æfingu á Trafalgar-torgi í dag. Flutningurinn vakti mikla hrifningu viðstaddra og klöppuðu áhorfendur honum lof í lófa. Garðar öðlaðist miklar vinsældir í Bretlandi með plötu sinni Cortes sem gefin var út þar í fyrra, og var meðal annars tilnefndur til Brit verðlauna fyrir gripinn. Næsta plata Garðars kemur út á Íslandi og í Bretlandi á mánudaginn næsta, þann þrítugasta júní.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.