Innlent

Rjúpnaskyttan fannst heil á húfi

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Vesturlandi fundu nú fyrir miðnætti rjúpnaskyttu sem leitað var á Beilárheiði við Langavatn á Mýrum.

Maðurinn var við veiðar ásamt félaga sínum en skilaði sér ekki í bíl þeirra á tilsettum tíma seinni partinn í dag. Voru því björgunarsveitarmenn frá Akranesi, Borgarnesi, Reykholti og Varmalandi kallaðar út, alls 70 manns. Maðurinn fannst svo heill á húfi í kvöld en hann hafði villst. 

Þetta var þriðja útkall björgunarsveita vegna rjúpnaskytta þessa fyrstu helgi rjúpnaveiðitímabilsins en í gær sóttu björgunarsveitir dreng sem var á veiðum með föður sínum og féll í klettum og mann sem brotnaði illa þegar hann féll í hlíð.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×