Enski boltinn

West Ham verður að selja til að kaupa

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gianfranco Zola, knattspyrnustjóri West Ham.
Gianfranco Zola, knattspyrnustjóri West Ham. Nordic Photos / Getty Images

Ásgeir Friðgeirsson, varastjórnarformaður West Ham, segir að það sé ljóst að ef Gianfranco Zola, knattspyrnustjóri liðsins, vill fá nýja leikmenn til félagsins verður hann að selja aðra til að eiga fyrir því.

Félagið er í eigu Björgólfs Guðmundssonar. „Það er mjög ólíklegt að Björgólfur muni setja peninga inn í félagið til leikmannakaupa í janúar," sagði Ásgeir í samtali við fréttastofu BBC.

Spurður hvort að Zola þyrfti þá að selja leikmenn til að kaupa aðra sagði Ásgeir að það væri einmitt málið. Hann sagði enn fremur að stærð leikmannahóps West Ham gerði Zola kleift að gera það.

Zola sagði þegar hann tók við í síðasta mánuði að hann ætti von á því að fá fjármagn til leikmannakaupa í janúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×