Undirskriftarlistar gegn nýrri Bónusverslun í miðbænum Breki Logason skrifar 23. október 2008 14:38 Bónus gerir ráð fyrir að verslunin verði opnum um mánaðarmótin nóvember/desember. Bónus ráðgerir að opna nýja þúsund fermetra verslun í húsi Iðnaðarmannafélagsins við Hallveigarstíg 1 í miðbæ Reykjavíkur. Opnunin fer misjafnlega í íbúa í grenndinni sem þegar hafa safnað undirskriftum gegn opnun verslunarinnar. Íbúarnir eru ósáttir við opnunina í ljósi mikilla bílastæðavandræða sem nú þegar eru á svæðinu. Júlíus Vífill Ingvason formaður skipulagsráðs skilur áhyggjur íbúa en segir lítið hægt að gera. Framkvæmdastjóri Bónuss segir ætlunina ekki að ergja íbúa í grendinni og ætlar að vinna að opnuninni í sátt og samlyndi við sem flesta. Í samtali við Vísi segir íbúi í grendinni sem stendur fyrir undirskriftunum að fjöldi íbúa hafi þegar skrifað undir. Íbúar hafa aðallega áhyggjur af umferðarþunganum sem fylgir slíkri verslun sem eigi ekki að vera staðsett við stuttar og mjóar götur. Einnig hafi þetta áhrif á gamalgrónar matvöruverslanir í hverfinu og nefnir þar kjörbúðina Þingholt og Vísir á Laugaveginum. Hann segir að nú þegar hafi einhverjum listum verið komið til borgarinnar. „Við höfum samt ekkert á móti Bónus." Júlíus Vífill segist hafa séð umrædda lista og skilur áhyggjur íbúa. „Þarna er gert ráð fyrir verslunarrými en við getum ekki stýrt því hverskonar verslun fer þarna inn. Við höfum hinsvegar vald yfir því að verslunin valdi ekki ónæði og trufli nærliggjandi íbúabyggð," segir Júlíus og nefnir þar sterk ljósaskilti og aðra áberandi liti í auglýsingaskiltum sem hægt er að stilla í hóf. Júlíus segir einnig að sjálfur lendi hann gjarnan í vandræðum með bílastæði á þessum reit en þarna eru einungis svokölluð stöðumælastæði. „Þeir sem reka Bónus eru vanir verslunarmenn og þekkja vel til svona reksturs. Þeir munu væntanlega taka tillit til umferðarþrengsla og fárra bílastæða við skipulag og stærð verslunarinnar." Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir ráðgert að opna verslunina um mánaðarmótin nóvember/desember. „Við fengum öll tilskilin leyfi og það er það sem við horfum á," segir Guðmundur. „Það er alveg á hreinu að við ætlum ekki að ergja íbúa enda græðum við ekki mikið á því. Við munum stilla þessu öllu í hóf og vinna þetta í sátt og samlyndi við sem flesta, eins og við gerum alltaf." Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Bónus ráðgerir að opna nýja þúsund fermetra verslun í húsi Iðnaðarmannafélagsins við Hallveigarstíg 1 í miðbæ Reykjavíkur. Opnunin fer misjafnlega í íbúa í grenndinni sem þegar hafa safnað undirskriftum gegn opnun verslunarinnar. Íbúarnir eru ósáttir við opnunina í ljósi mikilla bílastæðavandræða sem nú þegar eru á svæðinu. Júlíus Vífill Ingvason formaður skipulagsráðs skilur áhyggjur íbúa en segir lítið hægt að gera. Framkvæmdastjóri Bónuss segir ætlunina ekki að ergja íbúa í grendinni og ætlar að vinna að opnuninni í sátt og samlyndi við sem flesta. Í samtali við Vísi segir íbúi í grendinni sem stendur fyrir undirskriftunum að fjöldi íbúa hafi þegar skrifað undir. Íbúar hafa aðallega áhyggjur af umferðarþunganum sem fylgir slíkri verslun sem eigi ekki að vera staðsett við stuttar og mjóar götur. Einnig hafi þetta áhrif á gamalgrónar matvöruverslanir í hverfinu og nefnir þar kjörbúðina Þingholt og Vísir á Laugaveginum. Hann segir að nú þegar hafi einhverjum listum verið komið til borgarinnar. „Við höfum samt ekkert á móti Bónus." Júlíus Vífill segist hafa séð umrædda lista og skilur áhyggjur íbúa. „Þarna er gert ráð fyrir verslunarrými en við getum ekki stýrt því hverskonar verslun fer þarna inn. Við höfum hinsvegar vald yfir því að verslunin valdi ekki ónæði og trufli nærliggjandi íbúabyggð," segir Júlíus og nefnir þar sterk ljósaskilti og aðra áberandi liti í auglýsingaskiltum sem hægt er að stilla í hóf. Júlíus segir einnig að sjálfur lendi hann gjarnan í vandræðum með bílastæði á þessum reit en þarna eru einungis svokölluð stöðumælastæði. „Þeir sem reka Bónus eru vanir verslunarmenn og þekkja vel til svona reksturs. Þeir munu væntanlega taka tillit til umferðarþrengsla og fárra bílastæða við skipulag og stærð verslunarinnar." Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir ráðgert að opna verslunina um mánaðarmótin nóvember/desember. „Við fengum öll tilskilin leyfi og það er það sem við horfum á," segir Guðmundur. „Það er alveg á hreinu að við ætlum ekki að ergja íbúa enda græðum við ekki mikið á því. Við munum stilla þessu öllu í hóf og vinna þetta í sátt og samlyndi við sem flesta, eins og við gerum alltaf."
Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira