Lífið

Endurfundir í Litlu hafmeyjunni í kvöld

SHA skrifar
Andri og Búi meðan allt lék í lyndi.
Andri og Búi meðan allt lék í lyndi.

Búi Bendtsen, sem hefur vart hitt Andra Frey Viðarson síðan Capone var og hét, mun mæta í þátt Andra á Rás 2 í kvöld klukkan 19.30.

Leiðir Búa og Andra skyldu fyrir örfáum misserum síðan þegar útvarpsstöðin Reykjavík FM lagði upp laupana. Í sumar hóf Andri síðan störf við nýjan þátt, Litlu hafmeyjuna, á Rás 2 en nú með Dodda litla, sem reyndar hefur unnið lengi með bæði Andra og Búa.

Því er nokkuð ljóst að það verður mikið húllumhæ í þættinum í kvöld þegar fóstbræðurnir mætast á ný.

Óttarr Proppé er hins vegar aðalgestur kvöldsins og mun segja sögur ásamt því að spila fyrir okkur lagið sem kemur honum í gang á föstudagskvöldi og einnig tvö lög af væntanlegri plötu Dr. Spock verða spiluð í miðju vinnuferli laganna.

Þá kemur Atómstöðin í heimsókn og mun spila af nýrri plötu sinni og jafnvel taka lagið lifandi.

Stafaleikfimin verður á sínum stað en það er væntanlega hallærislegasta tónlistargetraun Íslandssögunnar.

Að síðustu verður farið í fyrstu væmnulaga keppni Íslandssögunar með kynningu og munu hlustendur hringja í 5687-123 og velja væmnari aðilann.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.