Lífið

Doktor Green kominn til landsins

Anthony Edwards
Anthony Edwards

Anthony Edwards sem er best þekktur sem læknirinn dr. Green úr sjónvarpsþáttunum góðkunnu Bráðavaktinni, kom til landsins í morgun. Er hann hér til þess að vera viðstaddur góðgerðarkvöldverð samtakanna Shoes for Africa en hann er stjórnarformaður þeirra samtaka.

Edwards er hér með allri fjölskyldunni að sögn Eggert Skúlasonar, eins af skipuleggjendum góðgerðarkvöldverðarins. Mun hann vera hérna yfir helgina en nýta mestallan tímann í að ferðast um landið með fjölskyldunni.

Shoe for Africa var stofnað af Toby Tanser árið 1995 þegar hann hóf að safna notuðum skópörum og senda til Afríku en upp úr þeirri söfnun hafa margir af fremstu hlaupurum Afríku sprottið. Samtökin hafa orðið vitni af mikilli fátækt í Afríku og eru nú farin af stað með alþjóðlegt fjáröflunarátak sem byrjar á Íslandi. Er markmið fjáröflunarinnar að safna fyrir barnaspítala í Kenía.

Luis Correiga framkæmdastjóri umboðsskrifstofu Ronaldo er einnig hér á landinu í tengslum við samtökin Shoe for Africa. Jafnframt eru mörg stór nöfn tengd þessum samtökum eins og Cristiano Ronaldo, Natalie Portman og Cameron Diaz.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.