Lífið

Í tilfinningalegri kreppu eftir sambandsslitin

Drew Barrymore og Justin Long.
Drew Barrymore og Justin Long.

Leikkonan Drew Barrymore sagði skilið við leikarann Justin Long í byrjun júlí. Talsmaður hennar segir þau enn vera mjög góða vini en þau hafa verið kærustupar síðan í ágúst 2007.

Samkvæmt sjónvarpsstöðinni E! tekur Justin Long sambandsslitin mjög nærri sér því hann hefur hætt við að fara með hlutverk í myndinn Whip it! því Barrymore fer með eitt af aðalhlutverkunum í umræddri mynd.

Góður vinur Long segir Justin ekki vera fær um að vinna með leikkonunni eftir að hún sagði honum upp því hann er í tilfinningalegri kreppu eftir sambandsslitin.

Á meðal þekktustu mynda Barrymore í gegnum tíðina eru Charlie"s Angels og E.T.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.