Lífið

Sleipt svið hrellir sænskan Eurovisionkeppanda

sev skrifar
Charlotte óttast sviðið.
Charlotte óttast sviðið.
Þrír dagar eru liðnir frá því æfingar fyrir Eurovision hófust á stóra sviðinu í Belgrad. Enn sem komið er hefur allt gengið að óskum, en eitt lítið atriði hrellir keppendur. Sviðið sjálft.

Sviðið er sérsmíðað fyrir keppnina og því glænýtt. Og afar sleipt. Þetta er meira en leggjalangir og háhælaklæddir söngvarar og dansarar ráða við. Samkvæmt frétt Esctoday hafa bæði Hollenski keppandinn og erkifjandi íslendinga, hin sænska Charlette Perrelli, kvartað undan því að þær óttist mjög að renna á rassinn á sviðinu. Charlotte er í flestum veðbönkum spáð sigri, og því óvíst að íslendingar myndu gráta slíkt atvik.

Að öðru leiti þykir sviðið hið fegursta, og er búið fullkomnum eldgræjum og bráðnauðsynlegri vindvél svo hár keppenda geti nú að minnsta kosti blakt mjúklega í fallinu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.