Lífið

Ljósmyndabransinn á Íslandi er töff

Nina Björk.
Nina Björk.

„Þetta er mjög harður bransi en ofsalega skemmtilegur. Það er ótrúlega gaman að geta hlaupið í ólík verkefni," segir Nína Björk ljósmyndari og fyrirsæta þegar Vísir spyr hana út í ljósmyndabransann.

 

 

Kemur reynsla þín af fyrirsætustörfum að góðum notum þegar þú ert bak við myndavélina?

„Já algjörlega. Það gerir starfið auðveldara þegar ég er að mynda fyrisætur því ég get sett mig í þeirra aðstæður og hvernig best er að mynda þær. Ef fyrirsætu líður ekki vel í tökum þá verða myndirnar alls ekki góðar."

 

„Síðasta stóra verkefnið mitt var mjög skemmtilegt. Þá tók ég still ljósmyndir við tökur á myndinni Stóra Planið. Þá mætti ég á settið og tók myndir af leikurunum við tökur. Still myndir eru myndirnar sem birtast í auglýsingum og við kynningar á myndinnni. Annars finnst mér skemmtilegast að mynda tísku og fólk."

„Þetta er mjög harður bransi en ofsalega skemmtilegur. Það er ótrúlega gaman að geta hlaupið í ólík verkefni."

Heimasíða Nínu Bjarkar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.