Íslenski boltinn

Þróttur vann Fjölni í sjö marka leik

Elvar Geir Magnússon skrifar

Þróttarar unnu góðan 4-3 útisigur á Fjölni í nýliðaslag í kvöld. Sigmundur Kristjánsson skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.

Denis Danry kom Þrótti yfir á 38. mínútu með marki úr vítaspyrnu sem Andrés Vilhjálmsson fékk þegar Kristján Hauksson felldi hann í teignum. Ágúst Þór Gylfason jafnaði úr aukaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks og staðan 1-1 í leikhléi.

Lokakafli leiksins var síðan ævintýralegur. Ásgeir Aron Ásgeirsson kom Fjölni yfir með skoti af stuttu færi á 77. mínútu. Magnús Már Lúðvíksson jafnaði metin fyrir Þrótt með skalla á fjærstönginni eftir hornspyrnu og mínútu síðar fékk Hjörtur Júlíus Hjartarson rautt spjald. Dramatíkinni lauk ekki þar því Pétur Georg Markan kom Fjölni yfir á ný aðeins þremur mínútum eftir mark Magnúsar.

Á 87. mínútu jafnaði Hallur Hallson metin fyrir Þrótt í 3-3 með viðstöðulausu skoti af löngu færi. Enn í uppbótartíma réðust úrslitin þegar Sigmundur Kristjánsson náði að skora. Mikilvæg stig fyrir Þrótt sem fjarlægist fallsvæðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×