Íslenski boltinn

Kosningu að ljúka

Nú fer hver að verða síðastur til að leggja fram atkvæði sitt í kosningunni á besta knattspyrnumanni Íslands, en atkvæðagreiðslu lýkur annað kvöld.

Kosningin er byggð á þáttum Stöðvar 2 Sport um 10 bestu knattspyrnumenn Íslands frá upphafi.

Smelltu hér til að taka þátt í kjörinu.

Annað kvöld verður svo glæsileg verðlaunaafhending í höfuðstöðvum KSÍ þar sem besti knattspyrnumaður Íslands verður heiðraður.

Viðburðurinn verður sendur út í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 20 en þangað til geta áhugasamir lagt inn atkvæði sitt í kosningunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×