Innlent

Tveir á slysadeild eftir bruna í Álftamýri

Tveir voru fluttir á slysadeild eftir að eldur kom upp í blokk að Álftamýri 16 í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu kom tilkynning um eld á annarri hæð klukkan 13:13 í dag og var fyrsti bíll kominn á staðinn fimm mínútum síðar.

Vel gekk að slökkva eldinn og var bíð að því sex mínútum síðar. Stigahúsið var allt fullt af reyk en ekki liggur fyrir hvort aðrar íbúðir hafi skemmst vegna reyks.

Búið er að reykræsta húsið en eins og fyrr segir voru tveir fluttir á slysadeild af vettvangi.

Þrír dælubílar, þrír sjúkrabílar og körfubíll fóru á vettvang.

Ekki liggur fyrir hver upptök eldsins voru en lögregla er nú að rannsaka vettvang.




















Fleiri fréttir

Sjá meira


×