Lífið

„Áfengið frelsaði mig“

Sex and the City stjarnan Kristen Davis notaði á sínum yngri árum áfengi til að auka sjálfstraustið. Leikkonan sagði í viðtali við FemaleFirst að hún hafi drukkið mikið og reglulega. Hún hefði verið afar feimin og langað mikið að vera opnari. „Áfengið frelsaði mig," sagði Davis. „Ég drakk af sömu ástæðu og mér fannst gaman að leika. Ég vildi finna til, tjá mig og vera frjáls."

Leikkonan komst þó fljótt að því að áfengi væri ekki lausnin á öllum heimsins vandamálum, og hætti því að drekka.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.