Lífið

Fjórar holur eftir og Logi langt undir

Breki Logason skrifar
Fjórmenningarnir ásamt formanni Golfklúbbs Ísafjarðar. F.v. Tryggvi Sigtryggsson, Þorsteinn Hallgrímsson, Eyjólfur Kristjánsson, Ragnhildur Sigurðardóttir og Logi Bergmann Eiðsson. Ljósm: GÍ.
Fjórmenningarnir ásamt formanni Golfklúbbs Ísafjarðar. F.v. Tryggvi Sigtryggsson, Þorsteinn Hallgrímsson, Eyjólfur Kristjánsson, Ragnhildur Sigurðardóttir og Logi Bergmann Eiðsson. Ljósm: GÍ.

„Við erum nánast á áætlun, eigum fjórar holur eftir sem við verðum að klára á þremur og hálfum tíma," segir Logi Bergmann Eiðsson sem staddur var í Leirunni í Keflavík í hávaða roki þegar Vísir náði af honum tali. Logi hefur farið í kringum landið og spilað golf á síðasta sólarhringnum og um leið safnað fé fyrir MND félagið.

„Það má ekkert klikka, þetta á að hafast," segir Logi en síðasta holan verður spiluð í Grafarholti í Íslandi í dag klukkan 19:00.

Logi segir hringinn hafa gengið ótrúlega vel en hann spilar með Ragnhildi Sigurðardóttir margföldum íslandsmeistar í golfi gegn Þorsteini Hallgrímssyni fyrrum íslandsmeistar og popparanum Eyjóli Kristjánssyni.

„Við Ragga erum náttúrulega að tapa þessu og ég tek það algjörlega á mig. En málefnið er gott og stemmningin er góð," segir Logi sem ekkert hefur sofið síðan lagt var í hann.

Fyrsta holan var spiluð í beinni útsendingu í Íslandi í dag í gærkvöldi. Þar skoraði Þorstein á Loga Bergmann að ef hans lið myndi sigra þyrfit Logi að raka af sér hárið, og öfugt ef illa færi.

Það lítur því út fyrir að Logi verði krúnurakaður að lesa fréttir í sumar, eða hvað?

„Maður náttúruelga vinnur með þessu hári. En ég er sjálfur mikið fyrir það að veðja og tek því þessu veðmáli. Við erum samt bara að tala um rúmlega burstaklippingu á leið í sveitina, þetta verður bara að vera þannig," sagði Logi hress að lokum.

Hægt er að styrkja söfnunina með því að hringja í:

908 1001 - Til þess að gefa 1000 krónur

908 1003 - Til þess að gefa 3000 krónur

908 1005 - Til þess að gefa 5000 krónur

Einnig er hægt að hringja í símanúmerið 1414 ef fólk vill gefa aðrar upphæðir.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.