Innlent

Útilokar ekki aðkomu IMF

Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.

Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, telur ólíklegt að flokkurinn breyti um stefnu í Evrópumálum. Hún útilokar ekki að stjórnvöld biðji Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um efnahagsaðstoð.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir í Morgunblaðsgrein í dag tækifærin í núverandi hremmingum felast fyrst í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrisisjóðinn og til lengri tíma í aðild að Evrópusambandinu og upptöku Evru.

,,Ég útiloka það ekki en við verðum að geta fallist á skilyrði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins," segir Arnbjörg aðspurð hvort hún telji að Ísland eigi að leita eftir efnahagsaðstoð sjóðsins. ,,Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn var stofnaður til þess að takst á við efnahagskrísur."

Arnbjörg reiknar með því að ákvörðun verði tekin í vikunni um hvort leitað verði til sjóðsins eftir aðstoð.

Evrópumál í skoðun

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir í grein í Fréttablaðinu í gær að breyttar forsendur kalli á endurnýjað hagsmunamat í tengslum við Evrópumál.

Arnbjörg segist ekki túlka grein Þorgerðar á þá vegu að hún sé að opna á aðildarviðræður við Evrópusambandið. Hún á ekki von á því að Sjálfstæðisflokkurinn breyti um stefnu í málaflokknum.

,,Við erum alltaf með Evrópumálin í skoðun og til umræðu. Þau verða væntanlega rædd á næsta landsfundi flokksins," segir Arnbjörg.

Landsfundir Sjálfstæðisflokksins eru haldnir á tveggja ára fresti og var sá seinasti haldinn vorið 2007.






Tengdar fréttir

Ingibjörg Sólrún vill aðstoð frá IMF nú og inngöngu í ESB síðar

Varnir íslensks efnahagslífs felast til skamms tíma í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF) og til lengri tíma í aðild að Evrópusambandinu, upptöku evru og bakstuðningi Evrópska seðlabankans, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra í grein í Morgunblaðinu í dag.

Höfum fjórum sinnum leitað til IMF

Fjármálráðherra segir það ekki koma í ljós fyrr en í næstu viku hvort sótt verður um aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×