Enski boltinn

Umboðsmaður Robinho fékk 746 milljónir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Robinho í leik með Manchester City.
Robinho í leik með Manchester City. Nordic Photos / Getty Images

Breska dagblaðið Independent greindi frá því í dag að Manchester City hafi greitt umboðsmanni Robinho 4,2 milljónir punda eða 746 milljónir króna fyrir að tryggja þjónustu leikmannsins við félagið.

Robinho gekk óvænt til liðs við City á lokadegi félagaskiptagluggans fyrir metupphæð í enskri knattspyrnu, 32,5 milljónir punda.

Umboðsmaðurinn, Wagner Ribeiro, hefur verið með Robinho á sínum snærum síðan 2002 og tryggði honum 160 þúsund pund í vikulaun hjá City sem gerir hann að einum hæst launaðasta knattspyrnumanni í heimi.

Þrátt fyrir það hefur Robinho nú sagt skilið við Ribeiro. „Ég er þakklátur fyrir allt það sem Wagner Ribeiro hefur gert fyrir minn feril til dagsins í dag en nú er komið að því að okkar leiði skilji," sagði Robinho.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×