Innlent

Veskjaþjófar sendir úr landi

Tvær erlendar konur voru handteknar í Kringlunni á föstudaginn fyrir að hafa stolið þónokkrum peningaveskjum. Konurnar eru grunaðar um að hafa stundað vasaþjófnað víða í höfuðborginni undanfarna daga en talið er að þær hafi komið gagngert til landsins til þess. Þær voru látnar lausar úr haldi lögreglu í gær og sendar úr landi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×