Lífið

Janet Jackson telur kaloríurnar

Söng og leikkonan Janet Jackson er harðákveðin í að hætta að borða pönnukökur löðrandi í smjöri og sírópi því staðreyndin er sú að amerískar pönnukökur eru hennar helsti veikleiki þegar óhollusta er annars vegar.



Næringarfræðingur Janetar, David Allen, sem aðstoðar hana þessa dagana við að skrifa bók um harða baráttu hennar við aukakílóin, segir að Jackson sleppi alfarið gómsætu pönnukökunum og gæði sér nær eingöngu á ferskum bláberjum og jarðaberjum milli mála.

Að sögn næringarfræðingsins inniheldur 1 bolli fullur af ferskum girnilegum berjum tæpar 70 kaloríur á meðan tvær meðalstórar pönnukökur

með sírópi og smjöri innihalda hvorki meira né minna en 520 kaloríur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.