Innlent

Reynt að kveikja í lögreglustöðinni á Selfossi

Logandi rakettu var kastað inn í anddyri lögreglustöðvarinnar á Selfossi í nótt. Flugeldurinn sprakk þar inni og hljóp glóð í nokkra stóla og aðra innanstokksmuni. Lögreglumönnum á vakt stóð ekki á sama og segja þeir að litlu hafi mátt muna að eldurinn næði að breiða úr sér.

Ljóst er að töluverð þrif eru framundan og sennilega þarf að mála veggi stöðvarinnar.

Brennuvargarnir komust undan en lögregla segist hafa ákveðna aðila grunaða um verknaðinn. Ef einhver hefur orðið vitni að atvikinu eru þeir vinsamlega beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 480 1010.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×