Lífið

Christina Applegate greindist með brjóstakrabba

Christina Applegate fer með aðalhlutverk í þáttunum "Samantha Who?" Mynd/ AFP.
Christina Applegate fer með aðalhlutverk í þáttunum "Samantha Who?" Mynd/ AFP.

Leikkonan geðprúða Christina Applegate hefur greinst með krabbamein í brjósti. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fjölmiðlafulltrúi hennar sendu tveimur sjónvarpsstöðvum í gær.

„Christina Applegate greindist með krabbamein á byrjunarstigi. Meinið fannst með segulómskoðun og er ekki talið lífshættulegt. Christina er nú í meðferð sem læknar hennar mældu með og er það ekki talið lífshættulegt," segir meðal annars í tilkynningu frá fjölmiðlafulltrúa hennar.

Applegate hefur unnið Emmy og Golden Globe verðlaun fyrir aðalhlutverk í gamanþáttunum "Samantha Who?"










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.