Lífið

Jennifer Lopez ofdekrar tvíburana

Jennifer Lopez og Marc Antony með tvíburana sem klæðast aldrei sömu fötunum tvisvar.
Jennifer Lopez og Marc Antony með tvíburana sem klæðast aldrei sömu fötunum tvisvar.

Ef marka má tímaritið Mirror tekur Jennifer Lopez klæðaburð tvíburanna, Max og Emme, sem fæddust 22. febrúar síðastliðinn alvarlega.

Jennifer samþykkti að gefa eigin fatnað á uppboð til styrktar góðgerðarstarfsemi að andvirði tíu þúsund dala. Einnig bauð hún að gefa notaðan fatnað barnanna og tjáði skipuleggjendum að notuðu föt þeirra væru sem ný því hún kjósi að klæða börnin aðeins einu sinni í fötin sem þau ganga í.

Fyrr ár árinu keypti People myndir af ofdekruðu tvíburunum, Emme og Max, fyrir sex milljónir dollara sem birtust á forsíðunni. Næsta skref er raunveruleikaþáttur sem hjónakornin skrifuðu undir fyrir kapalsjónvarpsstöðina TLC.

Þátturinn mun fjalla um hvernig Lopez fer að því að sameina barnauppeldið, hjónabandið og ferilinn. Ekki hefur verið ákveðið hvenær þátturinn verður sýndur, en tökur eru þegar hafnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.