Innlent

Vill að Alþingi fjalli um Icesave-samkomulag fyrir undirritun

MYND/Anton

Siv Friðleifsdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins í utanríkismálanefnd, vill að samkomulag vegna Icesave-reikninga Landsbankans verði teknir til umfjöllunar á Alþingi áður en það verði undirritað fyrir hönd þjóðarinnar en ekki eftir á.

Þetta kemur fram í bókun sem Siv lagði fram á fundi nefndarinnar í morgun. Siv bendir á að þar sem um afar stórt hagsmunamál fyrir þjóðina sé að ræða þurfi þingið að fá kynningu á samkomulaginu og fjalla um það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×