Lífið

Pabbi Angelinu ánægður fyrir hennar hönd

Angelina Jolie og John Voight
Angelina Jolie og John Voight

Faðir Angelinu Jolie, leikarinn John Voight, sagði á Fox News sjónvarstöðinni að dóttir hans hafi ekki verið barn sem lék sér að dúkkum og núna væri hún á stuttum tíma orðin sex barna móðir.

„En hún hefur alltaf verið hrifin af börnum. Hún elskar að leika við börn."

Þegar talið barst að nýfæddum tvíburum Angelinu sagði stoltur afinn: „Þeir eru heilbrigðir og líður vel. Þau eru öll í skýjunum og ég er svo hamingjusamur fyrir hennar hönd."

Tvíburarnir sem bera nöfnin Knox Leon og Vivienne Marcheline komu í heiminn þann 12.júlí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.