Lífið

Ástin er val, segir Jógvan Hansen

Nýr singull Færeyingsins Jógvans Hansen, sigurvegara X-Factor, kemur út á morgun.
Nýr singull Færeyingsins Jógvans Hansen, sigurvegara X-Factor, kemur út á morgun.

„Það er fullt að gerast," svarar söngvarinn Jógvan Hansen þegar Vísir spyr hann frétta.

„Ég hef passað mig að halda mig aðeins til baka undanfarið svo Íslendingar fái ekki ógeð á mér og nú get ég byrjað hægt aftur og er tilbúinn með nýtt lag sem fer í spilun á morgun."

„Lagið heitir Celia og er eftir Petur Hans Niclasen sem er vinur minn og nágranni í Færeyjum. Hann samdi líka lagið Rooftop sem var vinsælt síðasta sumar á Íslandi. Textahöfundurinn, Hulda Birna Eiriksdóttir, er læknir sem býr í Danmörku. Ég fæ mixið í kvöld og sendi það í spilun á morgun."

„Lagið er létt stuðlag sem fjallar um mann sem hittir stelpu og það er pínu love at first sight. Ég er að færa mig frá þessu rólega yfir í meira stuð."

Trúir þú á ást við fyrstu sýn?

„Á ég að segja þér hvernig ég horfi á ástina? Ástin er val eða ákvörðun sem þú tekur um að elska aðra manneskju. Ég trúi ekki að það er einhver ein manneskja í heiminum sem er rétt fyrir þig. Ástin felst í því að þú hittir rétta manneskju á réttum tíma og velur að elska hana."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.