Enski boltinn

Scholes úr leik í 10 vikur

Scholes er 33 ára gamall
Scholes er 33 ára gamall AFP

Hnémeiðsli Paul Scholes hjá Manchester United eru alvarlegri en talið var í fyrstu og nú hefur verið staðfest að Scholes verði frá keppni næstu tíu vikurnar eða allt fram í desember.

Scholes meiddist í Evrópuleiknum gegn Álaborg í gærkvöld og í fyrstu var talið að hann yrði frá keppni í 6-8 vikur.

Nú er hinsvegar komið í ljós að meiðsli hans eru verri en talið var. Þetta kom fram á heimasíðu Manchester United í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×