Erlent

Danir fjölga hermönnum í Afganistan

Per Stig Möller, utanríkisráðherra Danmerkur.
Per Stig Möller, utanríkisráðherra Danmerkur.

Per Stig Moller utanríkisráðherra Danmerku sagði á fundi með blaðamönnum í dag að danska ríkisstjórnin hyggst leggja fram frumvarp á næstunni í þinginu þar sem leyfi fæst til að fjölga hermönnum í Afganistan. Nú þegar eru yfir 600 danskir hermenn staddir í landinu.

Utanríkisráðherrann er í opinberi heimsókn Kabúl höfuðborg Afganistan. Í gær heimsótti Moller danska hermenn en í dag fundaði hann með afgönskum starfsbróður sínum, Rangeen Dadfar Spanta.

Möller sagði í framhaldinu á blaðamannfundi að ástandið í Afganistan sé mjög slæmt miðað við hversu langt er síðan að Bandaríkin og bandamenn þess réðust inn í landið. Hann ítrekaði nauðsyn þess að harðar verði tekið á talibönum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×