Innlent

Hæsta tilboð í Hvammsvík og Hvamm 230 milljónir

Hæsta tilboð í jarðirnar Hvamm og Hvammsvík reyndist rúmlega 230 milljónir króna. Þetta kom í ljós þegar Orkuveita Reykjavíkur opnaði tilboð í þær í dag.

Orkuveitan auglýsti jarðirnar til sölu 1. júní síðastliðinn eftir að stjórn félagsins hafði samþykkt einróma að selja þær en þó án jarðhitaréttinda. Alls bárust um tíu tilboð, hið hæsta um 230 milljónir sem fyrr segir.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.