Fótbolti

Cech vill ekki vítakeppni

Elvar Geir Magnússon skrifar
Petr Cech með hjálminn sinn.
Petr Cech með hjálminn sinn.

Petr Cech, markvörður Tékklands, hefur slæmar minningar frá vítaspyrnukeppni eftir að Chelsea tapaði fyrir Manchester United í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.

Geri Tékkland jafntefli við Tyrkland á Evrópumótinu á morgun þarf vítaspyrnukeppni til að skera úr um hvort liðið fer áfram úr riðli sínum á Evrópumótinu.

Cech segist vonast innilega til að Tékkar nái að tryggja sér sigurinn í venjulegum leiktíma. Hann gerir ekki ráð fyrir vítaspyrnukeppni en Tékkar hafa þó æft vítin vel síðustu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×